Tsss

Einmitt þegar ég var búin taka sjálfa mig á sálfræðinni og byggja upp nægilegan kjark til þess að vera komin á þá skoðun að ég gæti, myndi og skildi aldeilis syngja 3 einsöngslög á tónleikum þar sem frammistaðan yrði metin um leið – þá tóku aðrir ferlar en sálfræðilegir yfirhöndina og fóru í stríð.
*Kraftur hugarins HAHAHA sjáðu bara hvað VIÐ getum þú þarna sjálfstraust og jakvæðni*
Þetta voru örverurnar. Þær ráða meiru en taugaboðin í heilanum sem mynda með flóknum leiðum persónuleikann minn og reyna að tengja hugmyndir um opinberan söng framhjá magaónotum og yfir í sælu og stolt.
Örverurnar þær eru nefnilega skæruliðar og smjúga með ýmsum leiðum inn fyrir andlitsop. Taka sér til dæmis bólfestu í slímhúðum nefs og hálsar og mynda samfélög. Þeir eiga einn erkióvin, það er ónæmiskerfið. Hermenn ónæmiskerfisins eru mjög duglegir, sterkir og vandvirkir… en þeir eiga það til að mæta illa í vinnu ef yfirmaður þeirra er stressaður eða illa sofinn, hvað þá ef báðir liðir eiga við.

Þegar hinar illu örverur herja á ónæmiskerfið án þess að ónæmiskerfið sé fullmannað þá tekur stríðið langan tíma.

Þegar nefhol eru full af hori og ógeði þá rúmast þar illa loft þrýst upp um raddbönd í þeim tilgangi að mynda tóna. Þegar hálsinn er aumur verður raddbeitingin minna fögur en ella. Þessar líffræðilegu staðreyndir ráða yfir sálfræðilegum krafti.
Ég var alveg tilbúin til að syngja, ég ætlaði að negla þetta íslenska lag, túlka the bananas út úr sænska laginu og græta salinn með hjartnæmri ítalskri aríu (já vantar ekkert sjálfsálitið;)) en verð að lúta í lægra valdi fyrir krafti míkrólífveranna, sem hafa ekki einu sinni huga. Bleh.

Dagdreymandi

Suma daga skoða ég foodgawker.com (uppskriftarsíða með myndum) tímunum saman og borða alla girnilega rétti í huganum á mér. Er oft orðin svo södd eftir allt þetta net-át og þreytt eftir alla ímynduðu eldamennskuna að ég nenni ekki að elda alvöru mat.

Aðra daga skoða ég möguleg mastersnám á netinu. Þá les ég fyrst heiamsíður háskóla, les svo um borgina sem um ræðir og skoða af henni myndir, fletti því upp hvers konar stúdentaíbúðir væru í boði og fleira. Mæti í fyrirlestur og rölti um svæðið í huganum.

Þegar félagsþörfin lætur á sér kræla leita ég uppi vini sem nenna að spjalla á fésbókinni eða msn, upplifi djömm og kaffihúsaævintýri í gegnum sænska bloggara og þykist vera memm í samfélaginu með því að lesa fréttauppfærslur.

Það er nú alveg meira hvað maður getur átt viðburðarríkt líf með tölvuhangsi! Eða þannig.

Nei fyrr má nú aldeilis fyrr vera

að hér hafi ekkert bloggast síðan í fyrra!

Stardate: tólfti janúar og árið er tvöþúsund og tíu.
Staðsetning: Hlíð kennd við barma númer átján í fagurri borg á lítilli eyju í norðuratlantshafi þar sem eyjaskeggjar þakka golfstrauminum lífsgæði.
Ástæða uppfærslu: Fésbókarleiði og almenn vélritunarþörf.

Dagsverk: Ég las ofurlítið fyrir komandi sjúkrapróf í lífefnafræði, komast að því að ég er mun hrifnari af lípíðum heldur en próteinum og að ég á langt í land námsefnislega. Komast jafnframt að því að lífefnafræði er stórkostlega spennandi og skemmtileg, svolítið eins og tungumál sem hefur leyndar upplýsingar að geyma. Þrautabraut að leyndardómum lífsins!!! Að allri dramatík undanskilinni fjallar lífefnafræðin nú einu sinni um ferlana sem halda í okkur lífinu… og þeir eru magnaðir og skemmtilegir, þó ansi seinlærðir og læsið fæst hægar en ég hefði helst viljað.

Síðdegisverk: Yndislega Erna frænka mín lék við okkur mæðgur í dag og gaf Brynhildi pappírsgogg sem hún hafði ekki meiri áhuga á en pappírshattnum frá Tinnu, þó svo að hún hafi eftir á talað mikið um Tinnu og Svíþjóð og fór strax að tala um Ernu þegar hún hafði kvatt. Pappírsbrot eiga greinilega lúmska leið inn í hug barna? Eða Svíþjóðarbúar. Eða bara awesome manneskjur jafnvel.

Kvöldverk: Barnið baðað. Barnið svæft. Horft á Lie to me og How I met your mother.

*Fyrir áhugasama: Þetta var þriðji þátturinn sem við spúsi (haha) horfðum á af Lie To Me. Við erum enn að mynda okkur skoðun á þáttunum, enn sem komið er þykja þeir ágætis afþreyting, pilotinn var þó bestur þessara þriggja og vonir eru uppi um að handritshöfundar hætti að tyggja kenningar og uppgötvanir ofan í áhorfendur – veit ekki hvort að ég sé svona sjúklega klár og sniðug… en ég næ í alvöru alveg pælingunni eftir eina útskýringu og þarf ekki áminningu oft í hverjum þætti að svipbrigði séu alþjóðlega sameiginleg og að úlfasvipur þýðir ógeð.
HIMYM ætlaði að valda mér miklum vonbrigðum þegar ég, í nanósekúndu?, gleypti það að Summer væri mamman. Hell nó! Svo fundu vinirnir leiðina að hjarta mínu þegar Barney brast í söng eins og honum einum er lagið. Aww.*

Áætluð næturverk: Að vekja ekki hinn sofandi dúett þegar ég skríð upp í rúm og les í American Gods við örlítið lampaskin þar til augnlokin fara að mammast og reka mig inn í draumahöllina.

Lúða, bollur, möffins og uppvask
Flatbaka


Innihald: Hunts pizzusósa, Goða skinka, pizzu ostur og Heitt pizzakrydd frá hinum yndislegu Pottagöldrum. Brynhildur hjálpaði til.

Thai matur


Uppskrift fengin af: Eldhús.is

Über-hollustu-lax og ólivubrauðOg nú, eitthvað allt annað!

Sumarið kom og fór. Kom aftur og fór aftur. Veturinn kom og fór. Svo kom haustið. Haustið er ennþá.

Það er merkilega ánægjulegt að vera á öðru ári í námi. Það er eitthvað svo áþreifanlegt að nú sé hluta lokið, einhverju hefur verið áorkað og næst skal byggt á grunninn. Efnið sem ég les er ekki jafn mikill inngangur og í fyrstu fyrirlestrunum set ég (í huganum) orð í munna kennarana vegna þess að ég veit hvað þeir eru að tala um. Upprifjunin er skemmtileg. Ég nýt þess að vera í skóla þessa dagana. Reyndar er ég víst að læra nýjungar; örverufræði. Það er sko hresst! Bakteríur (erum ekki komin lengra en að þeim) eru þvílíkar snilldarverur að ég get ekki annað en að þeim dáðst. Hversu mikið snjallræði er ekki að geta, þegar hættur steðja að tilverunni, búið sér til dvalargró sem liggur í dvala í að hundruðir ára þar til aðstæður verða hagstæðar á ný? Like!

Ein vika er liðin af önninni. Ein vika er í fyrsta prófið. Þetta er sko alvöru. Þessa önnina tek ég valfag og þetta valfag neyðir mig til að læra að elda og baka. Unaður alveg hreint, enda er ég svo skammarlega lítill kokkur að það verður ekki rætt hér frekar.

Já, svo er ég búin að mæta í fyrstu tíma söngnáms míns, með þau heimaverkefni að anda rétt, standa rétt og þylja do re mi áfram og afturábak. Ég þarf að skipta um tónheyrnarhóp.

Haustið er eitthvað svo brakandi ferskt alltaf, maður bara getur ekki annað en verið spenntur og með fiðring. Hlakka til að lesa meira um Söder, Tinna!

Af skólagöngu og nýbyrjuðu sumri

Prófum lauk fyrir rúmri viku og einkunnir trítluðu inn í gær. Ég get ekki annað en verið sátt með 7,5 og 8 þó að mér finnist það ekki vera neitt sérlega fallegar tölur; málið er nú bara það að ég var fullkomin fáfræðingur í fögunum tveim sem ég nam á um 3 vikum. Það hlýtur að kallast ákveðið afrek, að minnsta kosti ágætis lexía um að geyma ekki alltaf það versta, ekki fresta og reyna að læra á meðan önnin stendur yfir.

Einhvern veginn grunar mig þó að “jafnogþétt” lærdómur víkji fyrir félagslífsskipulagningu, söngtímum, mömmó og almennri leti. When will they ever learn, when will they eeever learn.

Nýbyrjaða sumrið er íslenskt. Það er golað, skýjað, nískt á sól en ágætt engu að síður.

Hve gott það væri að ofn hafa

Ég hef verið ofn-laus í um 3 mánuði. Í fyrstu fann ég ekkert fyrir því, ég hafði þá nýlega eignast belgískt vöfflujárn og uppfyllti bakkelsis-þrár með fljótgerðum vöfflum, prýddum ávöxtum rjóma og súkkulaði. Ég steikti fiskinn eða sauð, pantaði pizzurnar og hugsaði ekkert um lasagna.

Svo fór það að gerast… búðarbrauðin brögðuðust æ meira eins og plast, grænmetislasagne-draumar vöktu mig með tómt hol í maganum, skúffukökur fóru að sveima fyrir augum mér og heimagerðar pizzur urðu það eina sem ég gat hugsað um.

Ég sakna ofnsins míns. Ég les bakarablogg daglega og fletti í gegnum brauðkaflana í uppskriftarbókunum mínum. Maður á það til að vilja það sem maður ekki fær?